Færslur

Sýnir færslur frá september, 2023

Spreð í Bónus

Mynd
  Þegar mar er svangur og gleymdi nesti þarf mar aðeins að leyfa sér.

French Toast

Mynd
  Gerði þetta fína eggjabrauð í morgunmat, borið framm með hnetusmjöri og hunangi.

Seinlegt morguntékk

Fjárhagur : borgaði 5.261 í sjúkraþjálfa svo er í -952 krónum! Verkefni dagsins : sjúkraþjálfari, sálfræðingur og húsfundur Andleg líða : í morgun var ég soldið yfirþyrmt af verkednum dagsins - en ég hvíldi mig samt extra vel í gær til að undirbúa mig. Það hafði fullt að segja og er ég slakari en ég hélt yfir deginum í dag. Finnst reynar eins og ég er bara að loka tilfinningar almennt til hliðar og sýni mikinn tilfinningalegan óáhuga á mörgu þessa dagana. Líkamleg líða : aum á alskonar stöðum, en held það er bara því ég er búið að vera svo duglegt! Gengur vonandi hjá, ekkert eitt yfirþyrmandi.

Dagbók og kvöldtékk

 Fjárhagur : óbreyttur (þó væru miklar freistingar!) Áorkuð verkefni : fór í rækt og tók smá til !!! Yeeee Andleg líða : bara furðu gôð, margfalt borgaði sig að fara í ræktinna - aaaaaa!!!! Svindl hvað er erfitt að komast í skap til þess þó, hahaha. Líkamleg líða : smá illt á fótum og leggjum en hallellúllja hvað mér líður samt slöku og vel 06: Vakna við að Kleina brjóti hlut sem er mér kær 07: Horfi á youtube myndband til að sofna 08: Sofa 09: Sofa, vekjaraklukka byrjar 10: Næ kröftum að vakna 11: Gera sig til fyrir rækt, eldað mat og borðað, spjallað við mömmu og keyrt í rækt 12: Rækt, og svo sitja í bíl í korter 13: Keyrt heim og fengið sér gos með sunlolly 14: Rúm og sími 15: Rúm og sími 16: Rúm og sími 17: Frammúr, nasl, tónlist, leirerí 18: Leirerí 19: Skoða úti og henda rusli 20: Kvölsmatur og sófasími 21: Dund, kakó og kerti 22: Tölvuleikur

Kakó kósí

Mynd
  Heimatilbúið kakó Svo einfalt og þægilegt, vatn, kakó, sykur og mjólk, setti reyndar líka smá kanil og kardímommur því það er extra kósí. Slær á smá hungrið sem ég hafði svona rétt fyrir háttinn.

Ég elska Buldak

Mynd
  Núðlur!

Sítrónusýra!

Mynd
  Vínber með sítrónusýri - bara mjög alltílajj!

Ég fór í ræktina!

Mynd
 Já - náði að rífa mig upp, svo borðaði ég líka mat! (Fyrir og eftir rækt), 2 grænmetisborgara og svo sun lolly í gos (langar rosa í ís)

Miðvikudagamorgun

Fjárhagur : óbreyttur Til minnis - á frjálst 4.309kr, 18.205kr fyrir skuld  og 20.000 kr lán til hliðar. Verkefni dagsins : fara uppí höfðarækt, verkefni númer EITT!!!!! Kvíðir svo fyrir því að finnst það eiginlega lamandi, ömurlegt!- veit af hverju enn finn að ég klessi á vegg þegar ég hugsa um að fara. Kannski er þetta ekki hreyfing sem hentar mér ekki til lengdar.  Andleg líða : Mjög stutt og auðvelt að hugsa um eitthvað og missa sig í kvíða yfir eitthverju. Finn fyrir að ég er vaxandi að eyða meiri orku í að forðast erfiða hluti, og hugsanir. Líkamleg líða : uhhh þreyta, Þreyta! Langar helst ekkert frammúr í dag. Venjulega á svona degi þar sem ég er tæpt mundi ég narra mig í ræktina með að gefa mér eitthver næs matarverðlaun eftittá, en það er ekki í boði að eyða pening í þannig. Kannski eru til ódýrari leiðir til að hvetja mig, en þetta eru helstu skiftin sem ég leyfi mér skyndimat / úr húsi og það er oftast ekkert svaka dýrt eins og Subway eða krónu Sushi. Partur af verð...

Lán lán og lota

Fjárhagur : Mínus 349 krónur í köku. Komið með 20 þúsund króna lán, sem ég vona að ég geti borgað upp fyrir mánaðarmótin. Áorkuð verkefni : mig langaði í sund en á ekki beint efni á því. Gerði heimavinnu fyrir sjúkraþjálfun og skutlaði kunningjafólki. Andleg líða : sko, fjúff, ekki beint slæmt. En ég er farið að finna fyrir stærra bili á mér og samfélaginu þar sem ég á ekki efni á að gera hluti sem mér langar að gera (fara í sund, borða nærandi mat), og svo er mar hittir sumt fólk - sem er fjárhagslega stætt, þá er rosalega þungt að útskýra sig, sérstaklega þar sem að mörg taka ekki mark á mani. Líkamleg líða : jájá, same old. Nema soldið þreytt - virðist geta hvílt mig endalaust, langar ekki að gera margt. Lítil orka til að gera heilan dag.

Dagskrá dagsins

08: Rumskað við sér og vaknað 09: Rúmsími, kisukúr, mömmusímtal og morgunmatur 10: Síma tiltekt 11: Síma tiltekt og skrifaðar uppskriftit, rúm og gleði 12: Skökun og hleðsla 13: Eldhús tiltekt og matargerð, Kleinu þjálfun 14: Klippa á mér hárið og slökun 15: Skrifað smá niður og fara í skutl 16: Skutla 17: Skutla 18: Skutla, búðarferð, heim, Netflix 19: Hvíld 20: Renna Keramík 21: Renna Keramík 22: Út með kisu

Hádegis og spreð

Mynd
  Spreðaðu í svona á leið heim eftir skutlerí, var að leita af eitthverju fínu á seinasta séns í Krónunni en það var allt með mjög litlum afslætti. Finnst erfitt að fara tómhent heim svo tók þessa með. Verð að narta í hana næsta sólarhringinn 🫶🏻 Banana og kakó þeytingur í hádegismat! Gerði mér oft svona sem sæt nasl þegar ég flutti fyrst út. Mikilvægasta undirstaðan er að eiga alltaf frosna banana til, allt annað er oft til heima (hægt að gera alskonar, ber / frosin ber, kakó, hnetusmjör, hockey pulver, döðlur, kanill o.fl.)

Kellogs og kósí

Mynd
  Kellogs með vermdri mjólk - en sú nostalgía! Fjárhagur : óbreittur - en fæ 10.000kr lán í dag svo ég geti borgað sjúkraþjálfara á fimmtudeginum (og nokkra fleiri) mun reyna að borga upp það lán í mánuðinum. Verkefni dagsins : Skutla kunningjamanneskju minni upp á flugvöll! Langar í sund en var að klára sundkortið mitt í seinustu viku. Andleg líða : kemur á óvart, góð! Er ekki með kvíðahnút í maganum á morgun að mig langar bara að dagurinn lýði hjá sem fyrst. Líkamleg líða : fótarnir samir um sig, en samt er höggbylgju meðferðin hjá sjúkraþjálfaranum mínum að vinna á. Verkurinn er ekki lengir eins og þykk nál inní hæl heldur meira eins og aumt svæði.

Penge peng plús!

Fjárhagur : Risa gleði! Sending fyrir fæðibótaefni sem ég pantaði fyrir var stoppað í tollinum. Það var orðið langt um liðið og ákvað ég að í staðinn að standa í meiri vinnu - að endursenda það bara. Það tók samt miklu minni tíma að endurgreiða en ég gat ímyndað mér! Svo þetta er lán í óláni, ég verð með aðeins skertari heilsu, en ég á allavega pening! + 9.463kr ! Sem þýðir að ég get borgað óvæntan reikninginn, og staðið í plús - eftir greiðslu reikning verð ég þá í 4.658. Er strax byrjað að dreyma hvað ég myni kaupa fyrir það, enn það endar sennilega allt hjá sjúkraþjálfara. Áorkuð verkefni : í mínus, var svo þreytt. Enn!!! Ég setti tvisvar í uppþvottavél og borðaði mat. Það er bara flott fyrir daginn í dag. Andleg líða : mjög litlaus. Líkamleg líða : ekkert álag og bara alveg sæmilegt, þurfti meiri hvíld og fékk hana. 06: Vakna við martröð eftir tæpan 4 klst svefn, reyni að sofna aftur 07: Reyni að sofna, gefst upp og skrolla smá í símanum - vona að ég verði sybbið. Kvíði þreytunni. ...

Nasl og nasl og Kvöldmatur!

Mynd
  Mjög tilbúinn dagur í dag, nenntekki eldhúsinnu, enda bara nóg að þrífa eftir gærdaginn. Hrísgrjónagrautur, maíissnakk og hrísgrjóna örbylgjuréttur. Allt saman mjög fínt.

Sushi afgangar

Mynd
 Bara alveg fínt.

Svefnleysi sem veikindi?

Fjárhagur : +3500kr !!!!!!! Aaaaaa það var millifært á mig í nótt, en sú hjálp, vonandi má ég sýna þakklæti til baka! Verkefni dagsins : Fara í Heilsuklasann í ræktar námskeið, en ég er svo efið um að það muni gerast því að…. Andleg líða :…. er í blússandi mínus! Var kvíðið fyrir deginum í dag og átti erfitt með að sofna, en það hafðist þó. Svaf ekki vel, og vaknaði við martröð eftir svona 4 klst svefn. Mér líður alveg ömurlega og þessi draumur er svo vondur fyrir hjartað. Svo er ég svo þreytt. Framkvæmdirnar fyrir utan voru að byrja með viðeigandi háfaða. Mér finnst svefnleysi mjög aumingjaleg afsökun ástæða fyrir “veikindum”, en díses hvað það hefur mikil áhrif. Langar bara að hverfa af yfirborði jarðar. Líkamleg líða : Ég bara veit það ekki, þreyta, erfitt - andlega tekur yfir.

Staða kvölds og dagskrá

 Fjárhagur : 1.500kr í plús - meiri teiknerí og happdrættistekjur. Núna vantar mig einungis 8.305kr til að borga seinasta reikninginn minn, ætla að reyna að gá hvort eitthver eigi dósir handa mér í bygginguni. Þetta er áþreifanlega nálægt! Áorkuð verkefni : það var enginn pressa! En ég teiknaði margar flottar myndir - sem gáfu mér aur, gerði nokkur heimilisstörf (skifti um kattarsand, henti rusli, eldaði og gekk smá frá í eldhúsi). Svo bara fáránlega mikið! Jú! Og skifti á 3 perum sem hafa verið dauðar í yfir ár. Andleg líða : svo fáránlega hreikið af mér fyrir afrakstur dagsins, vá hvað allir dagar ættu að vera sunnudagar. Myrkrið er þó skollið á og mig kvíðir fyrir að vakna á morgun og þurfa að fara úr húsi og hitta fólk, mér finnst ég alltof druslulegt og slojj á því. Jú svo var ég að tala við nágranna minn og finn fyrir núna eftirrá hvað ég var fast í neikvæðni, pojj ojj. Finnst ömurlegt að vera svo sjálfsmeðvitað um það, en geta bara litið í spegil og hugsað „passa mig á þessu...

Sushi úr krukku!

Mynd
  Sushi! Eitthverntíman langaði mér að fara gera sushi - ég fór í krónuna og keypti hálft kíló á yfir 500kr. Þá var mér misboðið og endaði á að kaupa 10kg af gæða sushi grjónum á kringum 4000kr. 2 flutningum síðar og ég er enn að elda úr þessum sama poka! Sushi grjón eru líka tilvalin grauta grjón og hef ég gert ris a’lamande úr þeim - og það er enginn munur! Allavega, þvert á trú fólks þarf sushi ekki að vera eitthver fínn matur heldur er það einnig svipað götubota / samlokur. Hægt er að nota alskonar úr skápunum og gera fína máltið! Hráefnin sem ég notaði í þessar rúllur voru: Frosin vegan kjúklinga lundir, frozið spínat, papríka úr krukku og fersk ferskja. Kannski langt frá því að vera hefðbundnar sushi maki en þetta er ekkert verra! Hef oft fengið mun verra sushi rándýrt útí bæ. Takk fyrir mig!

Pönnsur og partý!!

Mynd
  Bakaði íslensku pönnuköku uppskriftinna frá Veganistum (hálfa), og er búið að bjóða foreldrum mínum í sunnudagskaffi. Ég er ekki enn komið með svar, svo sjáum til hvort ég þurfi að borða þetta allt sjálft! Ég leyfði mér allavega að smakka fyrstu og seinustu - þær voru hvort eð er svo ljótar! Fjárhagur : 1000 kr í plús - eitthver tók þátt í happdrætti! Verkefni dagsins : Teikna myndir fyrir fólk en annars bara mest að njóta, vera til og fylgja hjartanu í öllu sem ég geri. Andleg líða : Betri í dag, en ég er líka búið að ramma inn sunnudaga sem álagsfría daga. Ég þarf ekki að gera neitt. Skemmtilegt þó hvað stundum klátast bara furðulegustu verkefni!  Líkamleg líða : soldið þreytt í skrokkinum, eitthverjar vægar harðsperrur og eymsli. Ennþá fótverkir. Soldið þreytt en sennilega þarf ég að passa upp á að drekka meira - því ég svaf mjög vel!

Kvöld staða

 Fjárhagur : í PLÚS Fann klink (394kr) og eyddi í nammi (360kr), en sit uppi með með 34 krónur í plús! Er með fjáröflunar teiknerí, og er komið með 2.000kr ! Samantals má þá segja að ég er í 2034kr plús eftir daginn, vonandi heldur þetta áfram og ég næ upp í reikninginn á fimmtudaginn.  Áorkuð verkefni : með klinkinnu komst ég út í göngutúr, það er vinur og rigning og var erfitt að kona sér af stað. Náði að taka smá til, og skifta á rúmi - sem ég hef verið á leiðinni að gera í nokkrar vikur, svo það er ofur! Gleymdi alveg að lita á mér augabrúnirnar. Andleg líða : Fannst dagurinn algjörlega fljúga frá mér, langaði að áorka eitthverju stóru, bitastæðu, almennilegu. En ég bara var með lága orku, kannski er ég að verða veik, eða byrja á túr. Veit ekki! Athyglinn og taugseginleiki allavega soldið á hliðinni með litlu jafnvægi. Get gleymt mér óvart tímunum saman í símanum en er kófsveitt og þreytt af korteri af heimilisverkum. Endurteknar þrálátar bakgrunns um sjálsmorð eru samt hæ...

Dagskrá

  08: Vakna 09: Standa upp, hella uppá te, þrífa smá eldhús, taka úr uppþvottavél 10: Drekka te, gera og borða morgunmat, skoða síman, spjalla við mömmu og horfa á Netflix 11: Netflix uppí rúmi og skipulag 12: Netflix uppí rúmi og skipulag 13: Staðið upp og djammtiltekt hefst, verkefni svefnherbergi: tekið af rúmi, ryksugað og gengið frá dóti 14: Tiltekt og leira, setist niður í oggutíma og hringt í mömmu 15: Hádegismatur, sett nýtt á rúmið og hangs 16: Duolingo uppí rúmi 17: Vafra um netið 18: Vafra um netið 19: Kvöldmatur, klæða í föt, krassa smá og fara út 20: Göngutúr og nammibarinn í hagkaup 21: Koma inn, hella uppá te og teiknerí 22: Drekka te, teikna og koma sér í háttinn, geta heimavinnu fyrir sjúkraþjálfun

Sparnaðarhax!

Mynd
Rífa af nammibars pokum það sem er umfram, svo það vigtist ekki. Sama má geta við suma ávexti og grænmeti. Hef reyndar ekki prufað að til dæmis afhýða appelsínur áður en þær eru vigtaðar en það er mjög góð hugmynd!

Klink!!

Mynd
Ég fann klink (394kr)  í uppáhalds buddunni minni og ætla að eyða því á nammibarnum! Hehehehe Þetta var sko hvatninginn sem ég þurfti fyrir þennan 40 mínutna göngutúr. Rölti hér um malbik grafarvogs of sný mér að Hagkaup er 40 mínutur eru liðnar. Svo þegar viðskiftim er af lokið græði ég korter labb í viðbót!

Kvöldmatur!

Mynd
 Úps gleymdi mér og alltí einu kominn matur! Cheerios og Nesquick kvöldkorn sem er búið að hanga uppí skáp rosa lengi, namm! Smá mjúkt.

Eftirmiðdegisnasl

Mynd
 Ekkert merkilegt, bara snakk sem ég á endalaust af og afgangur af omelettunni síðan í gær! Shout out á Bugles og Ölgerðina fyrir að vera topp næs

Morgunmatur - morguntékk

Mynd
Fjárhagur : óbreyttir - farin að fá hugmyndir hvernig hægt er að auka, eða hugsa um lán Verkefni dagsins : kíkja í 40 mínutna göngutúr, taka til heima, koma á skipulagi, næra mig, lita augnbrýr Andleg líða : temmilega jöfn en smá þung, svaf illa vegna veðurs - gat ekki haft opinn glugga, var heitt, og Kleina vildi lyggja alveg uppvið mig sem stuðning (hrædd í óveðrum) Líkamleg líða : létt, seðjað, en illt í ökkla, ekki eins styrð og mætti ætlast eftir svefnlitla nótt Þeytingur Skyr, hnetusmjör, fersk appelsína, fersk ferskja, frosnir bananar, frosið berjahrat, hafra mjólk - allt þeytt saman í blandara. Hellt í skál og toppað meðl þurrkuðum blæjuberjum og chia fræm. Svo er ég líka með myntute á kantinum!

Byrjun að kvöldi

 Fjárhagur : Óbreyttur ! Áorkuð verkefni : Fór í heilsuræktina og stóð mig betur enn upp á síðkastið (tengist meiðslum), eldaði mat og gerði heimavinnu. Mjög sátt með daginn! Andleg líða : Frekar góð, hreyfing hafði jákvæð áhrif. Þó er undirlyggjandi álag vegna fjárhags vandamálum til staðar öllum stundum dags. Félagsskapur dagsins hafði einnig mjög hóp áhrif. Líkamleg líða : Þreytt en ekki illt, góð tilfinning eftir teigjur kvöldsins en verkur í fótum þegar ég hreyfi þá og stend á þeim. Góða nótt! Rakel

Te, eftirmatur og dagskrá

Mynd
Dagskráning dagsins er eftirfarandi: 09: Vakna, kisukúr og borga reikninga 10: Upp úr rúmi og á fætur, elda og borða morgunmat, hringja í mömmu, gefa kisu og panta strætó 11: Taka fæðubótaefni, pakka fyrir líkamsrækt, nota strætó 12: Líkamsrækt og sturta 13: Vinur sótti mig og við keyrðum heim og ég hellti upp á kaffi 14: Spjall og kaffisötr með vin 15: Prjóna og spjalla við vin, kveð vin og legg mig 16: Leggja mig, hringja í mömmu, skrolla og spila tölvuleik 17: Elda mat og borða, prjóna 18: Hanga í síma, prjóna, Netflix 19: Leggjast uppí rúm, Netflix og kisukúr 20: Netflix og kúr 21: Tekið úr og hlaðið í uppþvottavél, eftirréttur borðaður, heimaæfingar fyrir sjúkraþjálfun gerðar, te 22: Komið sér í háttinn og horft á þætti Venjulega sofna ég svo uppúr miðnætti. Nasl kvöldsins voru 2 ferskjur, dolla af skyri og tebolli

Seinni matur: omeletta

Mynd
 Omeletta innblásin af bernsku máltíð: Smátt saxaður hálfur laukur, góð handfylli af frosnum baunim og smátt skornar eldaðar karteflur sem voru afgangs steikt á pönnu. Egg, haframjólk, hveiti og næringager þeytt saman. Eggjahræra hellt yfir grænmetið þegar það er nægeldað, svo sprautað BBQ sósu og nokkrar ostsneiðar settar yfir. Lol sett á og eldað þar til eggjablandan er stíf!

Kaffistund með vin

Mynd
Hellti upp á pressukönnukaffi fyrir mig og dásamlegan vin, með því fylgdi svo haframjólkur dreitill og haust-krydd síróp. Veisla!

Matarblogg? Matarblogg.

Mynd
Ég býst við að það verði breyting á matarneyslu minni eftir að lýður á mánuðin, undanskildu gosi og bugles sem ég er áskoraðist miklar byrgðir af. Svo allar máltíðir munu ég birta! Hér er sú fyrsta: Túnfisksalat grilluð samloka: Bónus gróft súrdeigsbrauð, heimatilbúið túnfiskssalat, papríka úr krukku og ostsneiðar. Steikt þurrt á pönnu á meðalhita, sitthvorum megin. Afgangs síðan fyrr í vikunni, ef þú vilt eitthvað virkilega djúsí, orku og próteinríkt - þá er þetta málið. Klárlega spari, en þegar mar býr eitt er næstum alltaf afgangur.

Byrjun

Fjárhagur : TR : 326.758 Ríkisinnheimtusjóður : 16.143 Reykjavíkurborg : 10.591 Arion Banki : 25.331 Ariok Banki : 151.427 Orkuveita Reykjavíkur : 6.129 Hringdu : 10.369 Vátryggingarfélag Íslands : 3.049 Tannlæknastofa FGS : 11.499 Húsfélagsgjöld : 13.642 Leirlistafélagið : 30.000 Leirlistafélagið : 21.200 Menntasjóður námsmanna : 12.753 Skuld til foreldra : 9.225 Eftirstöðvar : 5.400 eftir stendur 18.205 kr reikningur frá Húsfélagi. Verkefni dagsins : Hóptími í Heilsuklasanum Andleg líða : Þreytt og þung, orkulítil og kvíði fyrir deginum. Líkamleg líða : Illt í fótunum, en annars góð Ítarefni dagsins eru einungis samantekt um reikninga, enn mér finnst mikilvægt að fara gegnum alla kostnarliði mánaðarins til að rína í hvað betur má fara. Ríkisinnheimtusjóður - fékk borgað frá skattinum plús í Júní, sem ég notaði til að borga upp yfirdrátt og fleira. Hinsvegar þarf ég að borga mánaðarlega til áramóta. Reykjavíkurborg - fasteignagjöld. Arion Banki - tvö skuldabréf vefna íbúðaláns, óverðt...