Kvöld staða

 Fjárhagur : í PLÚS

Fann klink (394kr) og eyddi í nammi (360kr), en sit uppi með með 34 krónur í plús!

Er með fjáröflunar teiknerí, og er komið með 2.000kr !

Samantals má þá segja að ég er í 2034kr plús eftir daginn, vonandi heldur þetta áfram og ég næ upp í reikninginn á fimmtudaginn. 

Áorkuð verkefni : með klinkinnu komst ég út í göngutúr, það er vinur og rigning og var erfitt að kona sér af stað. Náði að taka smá til, og skifta á rúmi - sem ég hef verið á leiðinni að gera í nokkrar vikur, svo það er ofur! Gleymdi alveg að lita á mér augabrúnirnar.

Andleg líða : Fannst dagurinn algjörlega fljúga frá mér, langaði að áorka eitthverju stóru, bitastæðu, almennilegu. En ég bara var með lága orku, kannski er ég að verða veik, eða byrja á túr. Veit ekki!

Athyglinn og taugseginleiki allavega soldið á hliðinni með litlu jafnvægi. Get gleymt mér óvart tímunum saman í símanum en er kófsveitt og þreytt af korteri af heimilisverkum.

Endurteknar þrálátar bakgrunns um sjálsmorð eru samt hægt og rólega að kveðja aftur (að sinni). Því ber að fagna.

Líkamleg líða : eftir met í hreyfingu þessa vikunna er skrokkurinn alveg í skítsæmilegu ástandi, sérstaklega grunnvöðvarnir! Í göngutúrnum sem ég tók áðan fann ég hinsvegar að fæturnar væru eitthvað þreyttir - en það er svosem ekkert nýtt. Held að ökklinn og krafturinn í tognaða fætinum sé hægt að koma, það að bæta sundi í hreyfingu held ég að hafi haft mikið að segja!

Ummæli