Sushi úr krukku!
Sushi!
Eitthverntíman langaði mér að fara gera sushi - ég fór í krónuna og keypti hálft kíló á yfir 500kr. Þá var mér misboðið og endaði á að kaupa 10kg af gæða sushi grjónum á kringum 4000kr. 2 flutningum síðar og ég er enn að elda úr þessum sama poka! Sushi grjón eru líka tilvalin grauta grjón og hef ég gert ris a’lamande úr þeim - og það er enginn munur!
Allavega, þvert á trú fólks þarf sushi ekki að vera eitthver fínn matur heldur er það einnig svipað götubota / samlokur. Hægt er að nota alskonar úr skápunum og gera fína máltið!
Hráefnin sem ég notaði í þessar rúllur voru:
Frosin vegan kjúklinga lundir, frozið spínat, papríka úr krukku og fersk ferskja.
Kannski langt frá því að vera hefðbundnar sushi maki en þetta er ekkert verra! Hef oft fengið mun verra sushi rándýrt útí bæ.
Takk fyrir mig!
Ummæli
Skrifa ummæli