Miðvikudagamorgun

Fjárhagur : óbreyttur

Til minnis - á frjálst 4.309kr, 18.205kr fyrir skuld 

og 20.000 kr lán til hliðar.

Verkefni dagsins : fara uppí höfðarækt, verkefni númer EITT!!!!! Kvíðir svo fyrir því að finnst það eiginlega lamandi, ömurlegt!- veit af hverju enn finn að ég klessi á vegg þegar ég hugsa um að fara. Kannski er þetta ekki hreyfing sem hentar mér ekki til lengdar. 

Andleg líða : Mjög stutt og auðvelt að hugsa um eitthvað og missa sig í kvíða yfir eitthverju. Finn fyrir að ég er vaxandi að eyða meiri orku í að forðast erfiða hluti, og hugsanir.

Líkamleg líða : uhhh þreyta, Þreyta!

Langar helst ekkert frammúr í dag.

Venjulega á svona degi þar sem ég er tæpt mundi ég narra mig í ræktina með að gefa mér eitthver næs matarverðlaun eftittá, en það er ekki í boði að eyða pening í þannig. Kannski eru til ódýrari leiðir til að hvetja mig, en þetta eru helstu skiftin sem ég leyfi mér skyndimat / úr húsi og það er oftast ekkert svaka dýrt eins og Subway eða krónu Sushi. Partur af verðlaununum er að þurfa ekki að búa til matinn, því þá væri ég líka að borða 2-5 klst eftir æfingar (hef oft ekki nennu fyrir þannig)


Hahahah bara hvað ég skrifaði mikið hér um þetta er vitni hvað ég er að ofhugsa og mikla þetta fyrir mér.


Ummæli