Pönnsur og partý!!
Bakaði íslensku pönnuköku uppskriftinna frá Veganistum (hálfa), og er búið að bjóða foreldrum mínum í sunnudagskaffi. Ég er ekki enn komið með svar, svo sjáum til hvort ég þurfi að borða þetta allt sjálft! Ég leyfði mér allavega að smakka fyrstu og seinustu - þær voru hvort eð er svo ljótar!
Fjárhagur : 1000 kr í plús - eitthver tók þátt í happdrætti!
Verkefni dagsins : Teikna myndir fyrir fólk en annars bara mest að njóta, vera til og fylgja hjartanu í öllu sem ég geri.
Andleg líða : Betri í dag, en ég er líka búið að ramma inn sunnudaga sem álagsfría daga. Ég þarf ekki að gera neitt. Skemmtilegt þó hvað stundum klátast bara furðulegustu verkefni!
Líkamleg líða : soldið þreytt í skrokkinum, eitthverjar vægar harðsperrur og eymsli. Ennþá fótverkir. Soldið þreytt en sennilega þarf ég að passa upp á að drekka meira - því ég svaf mjög vel!
Ummæli
Skrifa ummæli