Staða kvölds og dagskrá
Fjárhagur : 1.500kr í plús - meiri teiknerí og happdrættistekjur. Núna vantar mig einungis 8.305kr til að borga seinasta reikninginn minn, ætla að reyna að gá hvort eitthver eigi dósir handa mér í bygginguni. Þetta er áþreifanlega nálægt!
Áorkuð verkefni : það var enginn pressa!
En ég teiknaði margar flottar myndir - sem gáfu mér aur, gerði nokkur heimilisstörf (skifti um kattarsand, henti rusli, eldaði og gekk smá frá í eldhúsi). Svo bara fáránlega mikið! Jú! Og skifti á 3 perum sem hafa verið dauðar í yfir ár.
Andleg líða : svo fáránlega hreikið af mér fyrir afrakstur dagsins, vá hvað allir dagar ættu að vera sunnudagar.
Myrkrið er þó skollið á og mig kvíðir fyrir að vakna á morgun og þurfa að fara úr húsi og hitta fólk, mér finnst ég alltof druslulegt og slojj á því.
Jú svo var ég að tala við nágranna minn og finn fyrir núna eftirrá hvað ég var fast í neikvæðni, pojj ojj. Finnst ömurlegt að vera svo sjálfsmeðvitað um það, en geta bara litið í spegil og hugsað „passa mig á þessu!”
Líkamleg líða : Bara fínt, gleymdi að gera æfingar í dag - en einn dagur af hvíld frá öllum skyldum bætir andlega svo mikið að líkaminn þakkar.
Ennþá ökkla - fóta vont en mjög bærilegt.
Ummæli
Skrifa ummæli