Penge peng plús!

Fjárhagur : Risa gleði!

Sending fyrir fæðibótaefni sem ég pantaði fyrir var stoppað í tollinum. Það var orðið langt um liðið og ákvað ég að í staðinn að standa í meiri vinnu - að endursenda það bara. Það tók samt miklu minni tíma að endurgreiða en ég gat ímyndað mér! Svo þetta er lán í óláni, ég verð með aðeins skertari heilsu, en ég á allavega pening!

+ 9.463kr !

Sem þýðir að ég get borgað óvæntan reikninginn, og staðið í plús - eftir greiðslu reikning verð ég þá í 4.658.

Er strax byrjað að dreyma hvað ég myni kaupa fyrir það, enn það endar sennilega allt hjá sjúkraþjálfara.

Áorkuð verkefni : í mínus, var svo þreytt. Enn!!! Ég setti tvisvar í uppþvottavél og borðaði mat. Það er bara flott fyrir daginn í dag.

Andleg líða : mjög litlaus.

Líkamleg líða : ekkert álag og bara alveg sæmilegt, þurfti meiri hvíld og fékk hana.


06: Vakna við martröð eftir tæpan 4 klst svefn, reyni að sofna aftur
07: Reyni að sofna, gefst upp og skrolla smá í símanum - vona að ég verði sybbið. Kvíði þreytunni.
08: Vinnuvéla háfaði byrjar
09: Bugun
10: Morgunmatur, róast smá, álveð að ætla í líkamsrækt, sofna
11: Sof
12: Sof
13: Sof
14: Byrja að rumska við mér, borða hádegismat
15: Teikna og gera tiktok myndband
16: Hangsi rúmi
17: Hangsi rúmi
18: Taka til í eldhúsi
19: Símaleikur og kósí
20: Heimsókn
21: Heimsókn
22: Heimsókn

Ummæli