Lán lán og lota

Fjárhagur : Mínus 349 krónur í köku.

Komið með 20 þúsund króna lán, sem ég vona að ég geti borgað upp fyrir mánaðarmótin.

Áorkuð verkefni : mig langaði í sund en á ekki beint efni á því. Gerði heimavinnu fyrir sjúkraþjálfun og skutlaði kunningjafólki.

Andleg líða : sko, fjúff, ekki beint slæmt. En ég er farið að finna fyrir stærra bili á mér og samfélaginu þar sem ég á ekki efni á að gera hluti sem mér langar að gera (fara í sund, borða nærandi mat), og svo er mar hittir sumt fólk - sem er fjárhagslega stætt, þá er rosalega þungt að útskýra sig, sérstaklega þar sem að mörg taka ekki mark á mani.

Líkamleg líða : jájá, same old. Nema soldið þreytt - virðist geta hvílt mig endalaust, langar ekki að gera margt. Lítil orka til að gera heilan dag.


Ummæli