Kynning Rakelar

Sæl og velkomin á Skertember!


Ég heiti Rakel og er 32 ára og búsett í eigið húsnæði í Gufunesi. Ég geng oftar undir nafninu Glytta, enn hef ákveðið að aðgreina Skertember frá þeirri persónu.

Núverandi ástand mitt á vinnumarkaði er í starfsendurhæging hjá VIRK, ferli sem hófst í vor, en hef verið af vinnumarkaði síðan í október fyrra.

Núverandi ástandná vinnumarkaði er sökum álags sem ég hef verið undir, auk skertrar kunnátta að sinna mér og halda með sjálfu mér. Það leiddi til mjög hamlandi kulnunar. Ég er einnig á taugsegið rófum (e. Neuro divergent), og hef staðið út fyrir samfélagsvenjur síðan ég man eftir mér, með víðfengnum sálfræðilegum afleiðingum.

Gegnum tíðan hef ég alltaf haft stóra drauma, sett mér stór markmið og bitið á jaxlinn til að áorka þau. Með 3 háskólanám á bakinu, auk alskonar starfsreynslu og félagsstörf. Seinasta sumar náði ég vissum hápunkti og var í 4 mismunandi störfum.

Ég vissi að ég var að brenna í báða enda, og úr því rættist. Lærdómurinn um mikilvægi þess að hlusta á innri rödd sína og sleppa þjóðlega máltækinu að „þetta reddast”, og tilhneigingu að það þarf bara að halda út aðeins lengur.

Stundum þarf að stoppa, og horfa yfir markmiðin, heilan hring sem endar í sjálfinu. Þar er ég í eigin vegferð.


Aftur til baka á Skertember!

Fjárhagsyfirlit stjórnast að: mánaðarlegar tekjur sem koma frá TR, og reikningar innihalda óverðtryggt íbúðarlán og alskonar tilfallandi kostnað við að vera til.

Ég vænti að vera nálægt núlli þessi mánaðarmót, og veit í raun og veru ekki hvernig ég mun ná endum saman. „Sem betur fer” hef ég smá byrgðir heima fyrir erfiðari tíma og mun nýta það sem ég á. Auk þess keypti ég mánaðarkort í strætó - svo bý ég á miklri lukku!

Áætlunin er að skrá fjármál, en innihalda líka heilsu, máltíðir og almenna líða. Eitthverskonar dagbók, og áskorun á sjálft mig. Líf í endurhæfingu.

Skrásetningu á hvernig hversdagsleikinn er hjá einstaklingum í núverandi ástandi, þar sem fjármál hafa íþyngst verulega seinastliðnu mánuði með endurteknum stýrivaxtahækkunum.

Gjöld og kviður

Rakel

Ummæli