Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2023

Gagnaöflunar rammi

Margt sem ég mun sennilega ræða, en mikilvægasti hlutur eru þó gagnaöflun. Ég mun byrja hverja færslu á megindlegum gögnum sem að fylgja svo með vangaveltum og ítarlegri frásögnum. Eftirfarandi eru listar - Morgun - Fjárhagur : Verkefni dagsins : Andleg líða : Líkamleg líða : - Kvöld - Fjárhagur : Áorkuð verkefni : Andleg líða : Líkamleg líða : Auk þess mun ég skrásetja í sér innleggjum: - Tímatafla fyrir raun athafnir dagsins Mun sennilegast deila öðru eins og kreppumat og fleiri reddinga. Biðla ég til allra að sýna mér mildi, ég er langt frá því að vera fullkomið. Góða nótt og heyrumst á morgun! Rakel

Kynning Rakelar

Sæl og velkomin á Skertember! Ég heiti Rakel og er 32 ára og búsett í eigið húsnæði í Gufunesi. Ég geng oftar undir nafninu Glytta, enn hef ákveðið að aðgreina Skertember frá þeirri persónu. Núverandi ástand mitt á vinnumarkaði er í starfsendurhæging hjá VIRK, ferli sem hófst í vor, en hef verið af vinnumarkaði síðan í október fyrra. Núverandi ástandná vinnumarkaði er sökum álags sem ég hef verið undir, auk skertrar kunnátta að sinna mér og halda með sjálfu mér. Það leiddi til mjög hamlandi kulnunar. Ég er einnig á taugsegið rófum (e. Neuro divergent), og hef staðið út fyrir samfélagsvenjur síðan ég man eftir mér, með víðfengnum sálfræðilegum afleiðingum. Gegnum tíðan hef ég alltaf haft stóra drauma, sett mér stór markmið og bitið á jaxlinn til að áorka þau. Með 3 háskólanám á bakinu, auk alskonar starfsreynslu og félagsstörf. Seinasta sumar náði ég vissum hápunkti og var í 4 mismunandi störfum. Ég vissi að ég var að brenna í báða enda, og úr því rættist. Lærdómurinn um mikilvægi þess ...