Færslur

French Toast

Mynd
  Gerði þetta fína eggjabrauð í morgunmat, borið framm með hnetusmjöri og hunangi.

Seinlegt morguntékk

Fjárhagur : borgaði 5.261 í sjúkraþjálfa svo er í -952 krónum! Verkefni dagsins : sjúkraþjálfari, sálfræðingur og húsfundur Andleg líða : í morgun var ég soldið yfirþyrmt af verkednum dagsins - en ég hvíldi mig samt extra vel í gær til að undirbúa mig. Það hafði fullt að segja og er ég slakari en ég hélt yfir deginum í dag. Finnst reynar eins og ég er bara að loka tilfinningar almennt til hliðar og sýni mikinn tilfinningalegan óáhuga á mörgu þessa dagana. Líkamleg líða : aum á alskonar stöðum, en held það er bara því ég er búið að vera svo duglegt! Gengur vonandi hjá, ekkert eitt yfirþyrmandi.

Dagbók og kvöldtékk

 Fjárhagur : óbreyttur (þó væru miklar freistingar!) Áorkuð verkefni : fór í rækt og tók smá til !!! Yeeee Andleg líða : bara furðu gôð, margfalt borgaði sig að fara í ræktinna - aaaaaa!!!! Svindl hvað er erfitt að komast í skap til þess þó, hahaha. Líkamleg líða : smá illt á fótum og leggjum en hallellúllja hvað mér líður samt slöku og vel 06: Vakna við að Kleina brjóti hlut sem er mér kær 07: Horfi á youtube myndband til að sofna 08: Sofa 09: Sofa, vekjaraklukka byrjar 10: Næ kröftum að vakna 11: Gera sig til fyrir rækt, eldað mat og borðað, spjallað við mömmu og keyrt í rækt 12: Rækt, og svo sitja í bíl í korter 13: Keyrt heim og fengið sér gos með sunlolly 14: Rúm og sími 15: Rúm og sími 16: Rúm og sími 17: Frammúr, nasl, tónlist, leirerí 18: Leirerí 19: Skoða úti og henda rusli 20: Kvölsmatur og sófasími 21: Dund, kakó og kerti 22: Tölvuleikur

Kakó kósí

Mynd
  Heimatilbúið kakó Svo einfalt og þægilegt, vatn, kakó, sykur og mjólk, setti reyndar líka smá kanil og kardímommur því það er extra kósí. Slær á smá hungrið sem ég hafði svona rétt fyrir háttinn.

Ég elska Buldak

Mynd
  Núðlur!

Sítrónusýra!

Mynd
  Vínber með sítrónusýri - bara mjög alltílajj!

Ég fór í ræktina!

Mynd
 Já - náði að rífa mig upp, svo borðaði ég líka mat! (Fyrir og eftir rækt), 2 grænmetisborgara og svo sun lolly í gos (langar rosa í ís)

Miðvikudagamorgun

Fjárhagur : óbreyttur Til minnis - á frjálst 4.309kr, 18.205kr fyrir skuld  og 20.000 kr lán til hliðar. Verkefni dagsins : fara uppí höfðarækt, verkefni númer EITT!!!!! Kvíðir svo fyrir því að finnst það eiginlega lamandi, ömurlegt!- veit af hverju enn finn að ég klessi á vegg þegar ég hugsa um að fara. Kannski er þetta ekki hreyfing sem hentar mér ekki til lengdar.  Andleg líða : Mjög stutt og auðvelt að hugsa um eitthvað og missa sig í kvíða yfir eitthverju. Finn fyrir að ég er vaxandi að eyða meiri orku í að forðast erfiða hluti, og hugsanir. Líkamleg líða : uhhh þreyta, Þreyta! Langar helst ekkert frammúr í dag. Venjulega á svona degi þar sem ég er tæpt mundi ég narra mig í ræktina með að gefa mér eitthver næs matarverðlaun eftittá, en það er ekki í boði að eyða pening í þannig. Kannski eru til ódýrari leiðir til að hvetja mig, en þetta eru helstu skiftin sem ég leyfi mér skyndimat / úr húsi og það er oftast ekkert svaka dýrt eins og Subway eða krónu Sushi. Partur af verð...

Lán lán og lota

Fjárhagur : Mínus 349 krónur í köku. Komið með 20 þúsund króna lán, sem ég vona að ég geti borgað upp fyrir mánaðarmótin. Áorkuð verkefni : mig langaði í sund en á ekki beint efni á því. Gerði heimavinnu fyrir sjúkraþjálfun og skutlaði kunningjafólki. Andleg líða : sko, fjúff, ekki beint slæmt. En ég er farið að finna fyrir stærra bili á mér og samfélaginu þar sem ég á ekki efni á að gera hluti sem mér langar að gera (fara í sund, borða nærandi mat), og svo er mar hittir sumt fólk - sem er fjárhagslega stætt, þá er rosalega þungt að útskýra sig, sérstaklega þar sem að mörg taka ekki mark á mani. Líkamleg líða : jájá, same old. Nema soldið þreytt - virðist geta hvílt mig endalaust, langar ekki að gera margt. Lítil orka til að gera heilan dag.

Dagskrá dagsins

08: Rumskað við sér og vaknað 09: Rúmsími, kisukúr, mömmusímtal og morgunmatur 10: Síma tiltekt 11: Síma tiltekt og skrifaðar uppskriftit, rúm og gleði 12: Skökun og hleðsla 13: Eldhús tiltekt og matargerð, Kleinu þjálfun 14: Klippa á mér hárið og slökun 15: Skrifað smá niður og fara í skutl 16: Skutla 17: Skutla 18: Skutla, búðarferð, heim, Netflix 19: Hvíld 20: Renna Keramík 21: Renna Keramík 22: Út með kisu

Hádegis og spreð

Mynd
  Spreðaðu í svona á leið heim eftir skutlerí, var að leita af eitthverju fínu á seinasta séns í Krónunni en það var allt með mjög litlum afslætti. Finnst erfitt að fara tómhent heim svo tók þessa með. Verð að narta í hana næsta sólarhringinn 🫶🏻 Banana og kakó þeytingur í hádegismat! Gerði mér oft svona sem sæt nasl þegar ég flutti fyrst út. Mikilvægasta undirstaðan er að eiga alltaf frosna banana til, allt annað er oft til heima (hægt að gera alskonar, ber / frosin ber, kakó, hnetusmjör, hockey pulver, döðlur, kanill o.fl.)